
Betri heimur - Hlaðvarp
Hlaðvarp fyrir lífið
Öll viljum við betri heim, tilbúin til að leggja okkar af mörkum. Það er margt sem gerir heiminn betri og eitt af því er okkar eigin mannrækt. Margir álíta að kristin trú hafi upp á lítið að bjóða þegar kemur að andlegri rækt mannsandans, hugleiðslu og innra lífi; að kristni sé fremur ytri umbúnaður um ákveðið trúarkerfi.
En það er langt í frá.
Með þessu hlaðvarpi, verður boðið upp á ferðalag um lendur hinna duldu leyndardóma kristinnar trúar, þar sem finna má dýrmætustu perlu lífsins. Þegar vitundarvakning og uppgötvun á sér stað innra með okkur, þá gerist eitthvað og heimurinn verður betri. Efnið er bæði djúpt og spennandi, það snertir alla þætti lífsins.
Hvert er afl kærleikans? Hvað er kyrrvitund? Hverjir eru möguleikar mannsandans? Hvað er kristin trú? Hvað er málið með Jesú? Hvað er guðs ríki og um hvað snýst Biblían í raun? Hlaðvarpið tekst á við þessar og fjölda annarra mikilvægra spurninga lífsins - Og þar er margt öðruvísi en ætlað er.
- Þættirnir eru hlaðnir gullmolum sem geta styrkt okkur, hjálpað í lífinu og gert heiminn betri -

Fyrir hverja?
Hlaðvarpsþættirnir eru jákvæðir og uppbyggjandi fyrir lífið og gefa góða innsýn í andlegt ferðalag okkar allra. Þeir taka jafnframt á ýmsum erfiðum málum þegar kemur að trú og trúarfræðslu, málum sem oft liggja í þagnargildi í samfélaginu. Í hlaðvarpinu er eitthvað fyrir alla, sama hver bakgrunnur, aldur, trú eða vantrú fólks kann að vera.
Þú getur alltaf hlustað hér á halldorlar.com, en ef þú vilt hlusta í podcast-appi, þá eru leiðbeiningar hér neðst á síðunni
Leiðbeiningar
Þú getur alltaf komið hér á síðuna og hlustað á hlaðvarpsþættina,
en það má líka ná í podcast app fyrir síma og spjaldtölvu
Hér að neðan eru leiðbeiningar um það hvernig þú setur hlaðvarpið í Apple/ipad tæki eða Android.
iPhone / ipad
Opnaðu "Apple Podcasts" í App Store
1. Neðst er stika til að leita og finna hlaðvarpið
2. Best er að hafa hlaðvarpið aðgengilegt í library
Ef þú finnur ekki hlaðvarpið á Apple Podcast,
þá er hlekkurinn hér
https://podcasts.apple.com/is/podcast/betri-heimur-hla%C3%B0varp-fyrir-l%C3%ADfi%C3%B0/id1802214391
Android
Sæktu „Podcast Addict“ appið
1. Smelltu Podcasts
2. Finna Betri heimur og hlusta
Spotify
Ef þú finnur ekki hlaðvarpið á Spotify,
þá er hlekkurinn hér
https://open.spotify.com/show/7nnkq8vCYclBBL3JRGmEl7